top of page

Ökuleyfisvottorð

  • valtyraron
  • Mar 6, 2024
  • 2 min read
  • Reglugerð

  • Eyðublað: V-Ökuleyfi

  • Lágmarks skilyrði á sjón fyrir venjulegt ökuleyfi eru 0,5 á öðru auga

  • Til að meta sjón notum við Sloan letter chart (eða Snellen chart)

  • Sjúklingur á að standa 6 metrum frá sloan chart

  • Á spjaldinu er brot sem maður reiknar út í tölu sem er 0,1-1,2

  • Sum spjöld eru flóknari en önnur en þessi einföldu brot eiga að leynast inni á milli.

  • Í besta falli er þetta skimpróf sem við gerum. Þú sem læknir hefur rétt á að neita að gera vottorð ef klínísk skynsemi segir þér að þessi einstaklingur hafi ekki nægilega góða sjón eða aðra getu til aksturs og þá vísað í uppvinnslu eða meðferð.


20/160 = 0,125

20/125 = 0,16

20/100 = 0,2

20/80 = 0,25

20/60 = 0,33

20/40 = 0,5

20/30 = 0,66

20/25 = 0,8

20/20 = 1

20/16 = 1,25


  • Spurning um rauðan og gulan lit er hægt að skima fyrir með að sýna mynd á tölvusjá af ishihara test eða slík spjöld. Ef þetta tekur sjúkling óeðlilega langan tíma er hægt að vísa í nákvæmari skoðun fyrir litblindu.

  • Næsta spurning er um heyrn (mælt mál í fjögurra metra fjarlægð). Þegar maður gerir sjónprófið er þetta prófað í leiðinni (með að sjúklingur heyri fyrirmæli hvaða línu skal lesa)

  • Næstu spurningar lýsa sér sjálfar.


  • Reglugerðin kveður á um nokkur skilyrði fyrir ökuleyfi sem ekki er spurt sérstaklega um í vottorðinu. Það getur verið gott að fletta upp í því ef um mjög heilsuveila einstaklinga er að ræða. Þetta finnst í: samgöngustofa -> Reglugerð (blaðsíða 54)

III. VIÐAUKI - Lágmarkskröfur um andlega og líkamlega hæfni til að stjórna vélknúnu ökutæki


  • Gagnlegt skimpróf fyrir eldri einstaklinga er að biðja þá að teikna klukku á autt blað (klukkupróf) og stilla klukkuna með því að teikna stóran og lítinn vísi. Það próf skimar á skjótan hátt fyrir rýmisskynjun og getu til að framkvæma verkefni í réttri röð.


Eyðublað: V-ökuleyfi

Greining: Útgáfa læknisvottorðs Z02.7

Úrlausn til að vandaliða: Vottorð - ökuleyfi



ree



 
 
 

Comments


bottom of page