top of page

Vottorð vegna meiraprófs / vinnuvélaréttinda

  • valtyraron
  • Nov 1, 2023
  • 1 min read

Updated: Aug 14

Reglugerðin er hér Grein 6.4 á við um meirapróf

  • Sama eyðublað og fyrir ökuleyfi

  • Sama vottorð er fyrir meirapróf og fyrir vinnuvélaréttindi

  • Aðeins strangari skilyrði á sjón. Þarf að sjá 0,8 með betra auganu og a.m.k 0,1 á verra auganu.

  • (0,5 með öðru auga fyrir venjulegt vottorð).

  • Talan fæst með að sjá hvaða línu sjúklingur getur lesið og deila efri tölunni í neðri töluna

  • Dæmi 20/20 = 1 í sjón


Grein 6.4

"Umsækjandi um ökuskírteini eða endurnýjun þess skal hafa sjónskerpu, með sjónglerjum til leiðréttingar, ef þörf krefur, sem nemur a.m.k. 0,8 á betra auganu og a.m.k. 0,1 á verra auganu. Ef sjóngler til leiðréttingar eru notuð til að ná gildunum 0,8 og 0,1 verður lágmarkssjónskerpa (0,8 og 0,1) að nást annaðhvort með því að leiðrétta með sjónglerjum, sem eru ekki sterkari en plús átta ljósbrotseiningar eða með snertilinsum. Sjóngler sem leiðrétta sjón mega ekki valda óþægindum. Ennfremur skal lárétt sjónsvið beggja augna vera a.m.k. 160° og ná a.m.k. 70° til vinstri og hægri og 30° upp og niður. Engir sjóngallar skulu vera fyrir hendi innan miðlægs 30° sjónsviðs. Ekki skal gefa út eða endurnýja ökuskírteini fyrir umsækjanda sem þjáist af skertu andstæðunæmi og tvísýni. Sé um að ræða umtalsvert sjóntap á öðru auga skal gera ráð fyrir hæfilegum aðlögunartíma (t.d. sex mánuðum) og viðkomandi bannað að aka á meðan. Að þeim tíma liðnum er akstur einungis heimill að fengnu jákvæðu áliti frá sérfræðingi sem metið getur sjón og akstur."


Greining: Útgáfa læknisvottorðs Z02.7

Úrlausn til að vandaliða: Vottorð - atvinnuréttindi (ekki Vottorð - ökuleyfi eins og venjulega)



ree


 
 
 

Comments


bottom of page