top of page

EKG og Spirometria HAk

  • valtyraron
  • Aug 26, 2024
  • 1 min read

Updated: Aug 29, 2024

Heimild: Ásdís Árnadóttir, sjúkraliði HAk


EKG

  • Sjúkraliði á HAk gerir þessar rannsóknir og hjúkrunarfræðingar í afleysingum.

  • Nóg er að bóka á línu í bókunarkerfinu sem heitir HAK A-EKG-Spirometria

  • Ef beðið er um EKG þarf að velja Form - Hjartalínurit HAK í bókunarflipanum. Þá litast erindið gult.

  • Það er í boði að fá blóþrýstingsmælingu á sama tíma í sömu bókun en gott er að skrifa það þá aftan við bókunina. Það er ekki í boði að gera þvagprufu eða aðrar rannsóknir.




Spirometria

  • Ef beðið er um spírometríu á að velja Form - Spirometria hjfr HAK

  • Skrifa aftan við bókun hvort eigi að gefið sé berkjuvíkkandi lyf til að meta viðsnúanleika.

  • Ef á að nota lyf skal bóka tvöfaldan tíma þar sem tímafrekt er að bíða eftir virkni lyfs og rannsóknin gagnslaus ef beðið er of stutt.

  • Ef það er ekki beðið um að gefið sé lyf verður það ekki gert

  • Notað er Bricanyl 0,5mg í skammti, 2 skammtar.

  • Ekki eru gerðar DLCO mælingar á HAk. Sé þeirra þörf skal vísa á lífeðlisfræðideild SAk (beiðni um meðferð líkt og kæfisvefnsrannsókn)



 
 
 
bottom of page