top of page

Byssuleyfi

  • valtyraron
  • Mar 6, 2024
  • 1 min read

Eyðublað: V-almennt

  • Í reglugerð er krafist læknisvottorðs fyrir veitingu skotvopnaleyfis en það er ekki tilgreint hvað nákvæmlega á að votta.

  • Best er að fylgja almennri skynsemi og leita ráðlegginga kollega ef vafi er á um hvort viðkomandi sé fær um að fara með skotvopn

    • Gott getur verið að renna yfir söguna og greiningar sem settar hafa verið á viðkomandi hvort hjarta, taugakerfis eða geðgreiningar standi sem þyrfti að skoða nánar

    • Einnig gott að renna yfir lyfjalistann sem getur gefið vísbendingu um heilsufar

  • Eins og með önnur læknisverk hefur læknir rétt á að neita að verða við beiðni um vottorð sé það gegn klínískri dómgreind læknis


Algengur texti í svona vottorði er eitthvað á þessa leið:


"Læknisvottorð vegna umsóknar um byssuleyfi.

Það vottast hér með að við viðtal, skoðun og yfirferð sjúkraskrár í dag kemur ekkert fram sem bendir til annars en að viðkomandi sé andlega heilbrigður og líkamlega fær um að fara með skotvopn."


Eyðublað: V-almennt

Greining: Útgáfa læknisvottorðs Z02.7

Úrlausn til að vandaliða: Vottorð - byssuleyfi

ATH: Ef vandaliðað þarf ekki að finna úrlausnina handvirkt


ree



 
 
 

Comments


bottom of page